Vígahnöttur yfir ALMA

Þessi nýja og fallega mynd, sem er hluti af time-lapse myndskeiði sem tekið var við Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), er önnur glæsileg háskerpumynd frá ESO Ultra HD leiðangrinum. ALMA, sem er í um 5000 metra hæð yfir sjávarmáli á hinni afskekktu Chajnantor hásléttu í Andesfjöllum Chile, var annar áfangastaður ESO ljósmyndaranna fjögurra [1] á 17 daga ferðalagi þeirra. Ljósmyndararnir eru búnir fyrsta flokks Ultra HD búnaði sem hjálpar þeim að fanga glæsilegar myndir eins og þessa [2] [3].

Hér sjást nokkur af þeim 66 loftnetum sem mynda ALMA, með diskana beinda til himins, að rannsaka köld ský í geimnum og leita svara við spurningunni um uppruna okkar í alheiminum.

Bjarta ljósrákin litríka yfir ALMA er loftsteinahrap. Grænu, gulllituðu og daufu djúprauðu litirnir skína skært þegar loftsteinninn brennur upp í lofthjúpi Jarðar. Þegar vígahnötturinn, sem er í raun lítil bergögn í geimnum og á fleygiferð, rekst á lofthjúpinn, hitnar loftið fyrir framan hann sem brennir upp ysti lög steinsins og skilur eftir glóandi ljósrák. Rákin hverfur á örfáum sekúndum en hér tókst að fanga han á mynd.

Bjartasta stjarnan í Meyjunni, Spíka, og nágrannareikistjarna okkar Mars, skína skært á miðri mynd þar sem þau rísa upp á himinninn yfir loftnetunum.

Ultra HD leiðangurinn hófst í Santiago í Chile þann 25. mars 2014. Myndin var tekin áttundu vinnunóttina á Chajnantor hásléttunni. Nú eru ljósmyndararnir að störfum í La Silla stjörnustöðinni, fyrstu stjörnustöð ESO í Chile en á morgun, eftir eina nótt, hefst langt ferðalag heim. ESO mun fljótlega birta kristaltært og stórglæsilegt Ultra HD myndefni úr þessum leiðangri á vefnum og færa fólki alheiminn nær en nokkri sinni fyrr. Christoph Malin, einn af ljósmyndurum ESO og time-lapse tökumaður leiðangursins, tók þessa mynd.

Skýringar

[1] Í hópnum eru Herbert Zodet, kvikmyndatökumaður ESO og þrír af ljósmyndurum ESO: Yuri Beletsky, Christoph Malin og Babak Tafreshi. Upplýsingar um tæknilega samstarfsaðila er að finna hér.

[2] Meðal þess búnaðar sem notaður er, má nefna: Vixen Optics Polarie Star Tracker, Canon® EOS-1D C myndavél, Stage One Dolly og eMotimo TB3 3-axis motion control camera robot, Angelbird SSD2go, LRTimelapse hugbúnaður. Peli™ töskur, 4K PC vinnustöðvar frá Magic Multimedia, Novoflex QuadroPod kerfi, Intecro rafhlöður og Granite Bay Software.

[3] Tæknilegir samstarfsaðilar eru: Canon, Kids of All Ages, Novoflex, Angelbird, Sharp, Vixen, eMotimo, Peli, Magic Multi Media, LRTimelapse, Intecro og Granite Bay Software.

 

Mynd/Myndskeið:

Um myndina

Auðkenni:potw1414a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 7, 2014, 10:00 CEST
Stærð:5472 x 3648 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Meteor
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail : Meteor
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
5,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
380,3 KB
1280x1024
622,8 KB
1600x1200
895,5 KB
1920x1200
1,0 MB
2048x1536
1,4 MB