VLT fylgist með halastjörnu Rosetta

Bjarti þokubletturinn á miðri mynd er halastjarnan 67P/Churyumov-Gersimenko eða 67P/C-G. Þetta er ekki hvaða halastjarna sem er, heldur viðfangsefni Rosetta geimfars ESO sem nú er djúpt innan í hjúpi halastjörnunnar í innan við 100 kílómetra frá kjarnanum [1]. Rosetta er nú svo nálægt halastjörnunni að eina leiðin til að sjá hana alla er að fylgjast með henni frá Jörðinni.

Myndin var tekin 11. ágúst með einum af 8 metra sjónaukum Very Large Telescope (VLT) ESO í Chile. Myndin er sett saman úr 40 stökum myndum sem hver var lýst í um 50 sekúndur. Búið er að fjarlægja stjörnur í bakgrunni til að halastjarnan verði sem skýrust. Rosetta geimfarið er í einum díl í miðjunni en alltof lítið til að koma fram á myndinni.

VLT samanstendur af fjórum stökum sjónaukum sem geta unnið saman eða hver í sínu lagi. Myndin sem hér sést var tekin með FORS2 (FOcal Reducer and low dispersion Spectrograph 2) mælitækinu á sjónauka 1, sem einnig er kallaður Antu sem þýðir sól í tungumáli Mapuche.

Hægt er að beita FORS2 á ýmsan máta en í Rosetta herferðinni nota stjörnufræðingar tækið til að ljósmynda halastjörnuna, mæla birtu hennar, stærð og lögun og greina samsetningu hjúpsins.

Þótt 67P/C-G sé dauf á myndinni er virknin greinilega þónokkur því rykhjúpur hennar nær um 19.000 kílómetra út frá kjarnanum. Hjúpurinn er ósamhverfur því sólin — sem er í átt að neðra hægra horninu — feykir rykinu burt svo hali myndast.

Þessi mynd VLT er hluti af samstarfi ESA og ESO um vöktun á 67P/C-G frá Jörðinni á meðan Rosetta rannsakar halastjörnuna. VLT tekur mynd af halastjörnunnu aðra hverja nótt að meðaltali. Myndirnar eru síðan notaðar til að fylgjast með virkni halastjörnunnar sem kemur fram sem birtubreytingar á henni. Niðurstöðurnar eru sendar til verkefnisstjórnar Rosetta og hjálpa þær mönnum að fljúga geimfarinu í kringum hana.

Skýringar

[1] Rosetta komst í innan við 100 km hæð yfir 67P/C-G hinn 6. ágúst 2014 og hefur verið að fikra sig nær halastjörnunni síðan.

Mynd/Myndskeið:

Colin Snodgrass/ESO/ESA

Um myndina

Auðkenni:potw1436a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Sep 8, 2014, 10:00 CEST
Stærð:954 x 614 px

Um fyrirbærið

Nafn:67P/Churyumov-Gerasimenko
Tegund:Solar System : Interplanetary Body : Comet

Myndasnið

Stór JPEG
81,9 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
99,7 KB
1280x1024
135,2 KB
1600x1200
173,4 KB
1920x1200
201,3 KB
2048x1536
235,2 KB