Litfræði vetrarbrauta

Þessi litríka mynd líkist einna helst abstraktmálverki, eða kannski steintum glerglugga. Í raun er þetta óvenjuleg mynd af vetrarbraut sem tekin var með MUSE mælitækinu á Very Large Telescope ESO.

Litir á stjörnuljósmyndum tengjast venjulega raunverulegum lit fyrirbærisins. Á þessari mynd tákna litirnir hins vegar hreyfingu stjarna í risasporvöluþokunni Messier 87 — einni björtustu vetrarbrautinni í Meyjarþyrpingunni, sem er í meira en 50 milljón ljósára fjarlægð.

Rauði liturinn á myndinni táknar stjörnur sem eru, að meðaltali, að stefna frá okkur en blái liturinn sýnir stjörnur sem stefna til okkar. Gulu og grænu litirnir eru stjörnur þar á milli.

Þetta nýja kort af Messier 87 frá MUSE sýnir hreyfingu stjarnanna betur en nokkru sinni fyrr. Hún sýnir hæga hreyfingu þessa massamikla fyrirbæris — efri vinstri helmingurinn (blár) færist að okkur en neðri hægri hlutinn (rauður) fjarlægist okkur. Á myndinni koma einnig fram nokkur óvænt smáatriði — til dæmis kúvending lita á miðri myndinni, með bláum litum fyrir neðan miðju og gulan-appelsínugulan efri hluta — sem bendir til að fortíð Messier 87 hafi verið mun tilþrifameiri en áður var talið og að hún gæti verið afrakstur samruna nokkurra vetrarbrauta.

Hópur undir forystu Eric Emsellem, ESO Head of the Office for Science, birti grein um þessa rannsókn í Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Eric Emsellem/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1441a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Okt 13, 2014, 10:00 CEST
Stærð:1149 x 1152 px

Um fyrirbærið

Nafn:Messier 87, MUSE, Very Large Telescope
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Elliptical
Unspecified : Technology : Observatory : Instrument

Myndasnið

Stór JPEG
257,8 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
201,2 KB
1280x1024
262,4 KB
1600x1200
303,7 KB
1920x1200
303,6 KB
2048x1536
368,9 KB

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
SýnilegtVery Large Telescope
MUSE