Óvænt uppgötvun í skýi

Hér sést svæði í stjörnumerkinu Sporðdrekanum sem liggur við miðflöt Vetrarbrautarinnar. Á svæðinu eru mörg þétt gas- og rykský sem tengjast sameindaskýinuIRAS 16562-3959 sem sést vel sem appelsínugulur flekkur innan um aragrúa stjarna.

Ský eins og þessi eru fæðingarstaðir nýrra stjarna. Í miðju skýsins er bjart fyrirbæri sem kallast G345.4938+01.4677 og sést rétt fyrir utan gas- og rykslæðurnar. Þetta er mjög ung stjarna sem er að myndast þegar skýið hrynur saman vegna þyngdarkraftsins.

Stjarnan unga er afar skær og efnismikil — ríflega 15 sinnum efnismeiri en sólin — og kom nýlega við sögu í niðurstöðum frá Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Hópur stjarnvísindamanna gerði óvænta uppgötvun í G345.4938+01.4677 — í kringum stjörnuna er stór gas- og rykskífa sem og efnisstraumur frá henni.

Kenningar segja að við stjörnur eins og G345.4938+01.4677 ætti hvorki að vera slíkur efnisstraumur né skífa, því öflug geislun frá jafn massamiklum ungum stjörnum ýtir oftast efninu burt.

Myndin var tekin með Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy (VISTA), sem er hluti af Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Hann er stærsti kortlagningarsjónauki heims með meira en fjögurra metra breiðan safnspegil. Litmyndin var sett saman af VVV verkefninu sem er eitt sex stórra almennra kortlagningarverkefni sem helguð eru kortlagningu suðurhiminsins.

Bjarta stjarnan neðarlega vinstra megin á myndinni er kölluð HD 153220.

Mynd/Myndskeið:

ESO/VVV Team/A. Guzmán

Um myndina

Auðkenni:potw1448a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Des 1, 2014, 10:00 CET
Stærð:2640 x 2637 px

Um fyrirbærið

Nafn:IRAS 16562-3959
Tegund:Milky Way : Nebula : Appearance : Dark : Molecular Cloud
Constellation:Scorpius

Myndasnið

Stór JPEG
3,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
620,8 KB
1280x1024
966,1 KB
1600x1200
1,3 MB
1920x1200
1,4 MB
2048x1536
1,9 MB

Hnit

Position (RA):16 59 41.76
Position (Dec):-40° 3' 42.70"
Field of view:14.99 x 14.98 arcminutes
Stefna:Norður er 38.1° højre frá lóðréttu