Regnbogi rís
Regnbogar setja gjarnan kærkominn lit á annars dimma og drungalega daga og er þessi regnbogi engin undantekning.
Þessi sjaldséði regnbogi birtist yfir þjónustumiðstöð Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), sem er í um 2.900 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt smábænum San Pedro de Atacama. Þjónustumiðstöðin er grunnbúðir ALMA sjónaukans, sem er nokkru hærra eða í 5.000 metra hæð á Chajnantor hásléttunni.
Í þjónustumiðstöðinni er ALMA stjörnustöðinni ekki aðeins stjórnað, heldur eru ný tæki sett saman þar og prófuð áður en þau eru flutt upp á Chajnantor. Prófa verður tæki og setja þau saman í þjónustumiðstöðinni vegna þess að þar er loftið mun þykkara en á hásléttunni og starfsmenn geta unnið vinnuna sína án þess að setja sig í þá hættu sem fylgir vinnu í mikilli hæð.
Armin Silber, starsfmaður ESO, tók þessa mynd.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/A. Silber
Um myndina
Auðkenni: | potw1450a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Des 15, 2014, 10:00 CET |
Stærð: | 4288 x 2848 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | ALMA OSF, Atacama Large Millimeter/submillimeter Array |
Tegund: | Unspecified : Sky Phenomenon : Light Phenomenon : Rainbow Unspecified : Technology : Observatory |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd