eso2202is — Fréttatilkynning
Þriðja reikistjarnan finnst í kringum nálægustu stjörnuna við sólkerfið okkar
10. febrúar 2022: Hópur stjörnufræðinga sem notaði Very Large Telescope (VLT) European Southern Observatory (ESO) í Chile, hafa fundið þriðju reikistjörnu í kringum Proxima Centauri, nálægustu stjörnuna við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er sú minnsta sem fundist hefur í Proxima-sólkerfinu, aðeins fjórðungur af massa Jarðar og því ennfremur léttasta reikistjarna sem fundist hefur utan sólkerfisins.