eso1407is — Fréttatilkynning
MUSE opnar augun
Öflugur litrófsriti, sem gerir mælingar í þrívídd, settur upp í VLT
5. mars 2014
Nýstárlegu tæki sem kallast MUSE (Multi Unit Spectroscopic Explorer) hefur verið komið fyrir í Very Large Telescope (VLT) ESO í Paranal stjörnustöðinni í norðurhluta Chile. Í fyrstu mælingalotunni var MUSE beint að fjarlægum vetrarbrautum, björtum stjörnum og ýmsum öðrum fyrirbærum og athuganirnar mjög góðu.
Í september 2013 var MUSE mælitækið sent í Paranal stjörnustöð ESO í Chile í kjölfar ítarlegra prófana. Tækið var sett saman í þjónustumiðstöðinni á Paranal áður en það var flutt upp í VLT með mikilli gát þar sem það hefur nú verið komið fyrir á fjórða sjónaukanum. MUSE er nýjasta annarrar kynslóðar tækið í VLT (fyrri tvö voru X-shooter og KMOS en næst í röðinni er SPHERE).
„Mikil og áralöng vinna margra liggur að baki tækinu og nú hefur okkur tekist að ljúka við það! Þetta sjö tonna samansafn sjóntækja, rafkerfa og vélbúnaðar er nú stórkostleg tímavél sem við notum til að kanna árdaga alheimsins. Við erum ákaflega stolt af þessu tæknilega afreki — MUSE verður einstakt vísindatæki næstu árin,“ sagði Roland Bacon (Centre de Recherche Astrophysique de Lyon í Frakklandi) sem fer fyrir hópnum og hefur umsjón með rannsóknum með tækinu.
Vísindaleg markmið MUSE eru að kanna fyrstu skeið alheimsins og rannsaka ferlin sem stýrðu myndun vetrarbrauta, hreyfingu efnis í nálægum vetrarbrautum og efnaeiginleika þeirra. Tækið mun einnig nýtast í aðrar rannsóknir, allt frá rannsóknum á reikistjörnum og tunglum í sólkerfinu okkar, upp í mælingar á stjörnumyndunarsvæðum í Vetrarbrautinni og út til endimarka hins sýnilega alheims.
MUSE er einstaklega öflugt tæki. Í því eru 24 litrófsritar sem kljúfa ljós í frumliti sína til að búa bæði til myndir og litróf af tilteknum svæðum á himinhvelfingunni. Tækið útbýr myndir af alheiminum í þrívidd þar sem litróf hverrar myndeiningar er þriðja vídding [1]. Stjörnufræðingur sem vinnur úr gögnunum getur þannig rannsakað mismunandi hlut af sama fyrirbæri á mismunandi bylgjulengdum, eins og hann væri að stilla sjónvarp á mismunandi rásir með mismunandi tíðni.
Með MUSE geta stjörnufræðingar sameinað möguleikanna sem ljósmyndum gefur við mæligetu litrófsrita um leið og bestu mögulegu gögn fást með hjálp aðlögunarsjóntækninnar. Tækið nýja er á fjórða VLT sjónaukanum en þessi misserin er verið að breyta honum í fullbúinn aðlögunarsjónauka.
MUSE er afrakstur tíu ára hönnunar- og þróunarvinnu MUSE samstarfsins undir forystu Centre de Recherche Astrophysique de Lyon, France og samstarfsstofnananna Leibniz-Institut für Astrophysik Potsdam (AIP, Þyskalandi), Institut für Astrophysik Göttingen (IAG, Þýskalandi), Institute for Astronomy ETH Zurich (Sviss), L'Institut de Recherche en Astrophysique et Planétologie (IRAP, Frakklandi), Nederlandse Onderzoekschool voor de Astronomie (NOVA, Hollandi) og ESO.
Frá ársbyrjun 2014 hafa Bacon og aðrir í vinnuhópi MUSE í Paranal skráð sögu verkefnisins í bloggfærslum sem sjá má hér. Hópurinn mun kynna fyrstu niðurstöður MUSE á 3D2014 ráðstefnunni hjá ESO í Garching bei München í Þýskalandi.
„MUSE á að veita innblástur eins og listagyðjan en það hefur tækið einmitt veitt okkur um árabil og mun halda því áfram,“ skrifaði Bacon í bloggfærslu þegar tækið opnaði augun. „Stjörnufræðingar hvaðanæva að úr heiminum munu án efa verða fyrir sömu hughrifum frá MUSE.“.
Skýringar
[1] Þessi tækni, kölluð heilsviðs-lirófsgreining, gerir stjörnufræðingum kleift að rannsaka samtímis mismunandi eiginleika mismunandi svæða í fyrirbærum, til dæmis vetrarbrautum, til að sjá hvernig þær snúast og mæla massa þeirra. Þetta gerir stjörnufræðingum ennfremur kleift að ákvarða efnasamsetningu og aðra eðliseiginleika ólíkra svæða í fyrirbærinu. Tæknin hefur verið notuð í mörg ár en með tilkomu MUSE eykst næmnin, afkastagetan og upplausnin til muna. MUSE sameinar ljósmyndun í hárri upplausn við litrófsgreiningu sem gerð er samtímis.
Frekari upplýsingar
ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og lang öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. ESO heldur úti metnaðarfullum verkefnum sem miða að hönnun, smíði og starfsemi öflugra stjörnustöðva á jörðinni sem gera stjörnufræðingum kleift að gera mikilvægar uppgötvanir. ESO leikur líka lykilhlutverk í að efla og skipuleggja samstarf í stjarnvísindarannsóknum. ESO starfrækir þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 39 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.
Tenglar
- MUSE bloggið
- Tækjasíða MUSE hjá ESO
- Bæklingur um þrívíða litrófsgreiningu hjá ESO (fyrir vísindamenn)
- 3D2014 vinnusmiðjan hjá ESO í Garching bei München í Þýskalandi, 10.-14. mars 2014.
- Vefir MUSE hjá Observatoire de Lyon
- A Myndskeið um MUSE (franska, með enskum texta)
Tengiliðir
Sævar Helgi Bragason
Háskóli Íslands
Reykjavík, Ísland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org
Roland Bacon
Lyon Centre for Astrophysics Research (CRAL)
France
Farsími: +33 6 08 09 14 27
Tölvupóstur: rmb@obs.univ-lyon1.fr
Richard Hook
ESO, Public Information Officer
Garching bei München, Germany
Sími: +49 89 3200 6655
Farsími: +49 151 1537 3591
Tölvupóstur: rhook@eso.org
Marcella Carollo
Institute for Astronomy ETH Zurich
Zurich, Switzerland
Sími: +41 44 633 3725
Tölvupóstur: marcella@phys.ethz.ch
Thierry Contini
Institut de Recherche en Astrophysique et Planétologie (IRAP)
Toulouse, France
Sími: +33 5 61 33 28 14
Tölvupóstur: Thierry.Contini@irap.omp.eu
Harald Nicklas
Institut für Astrophysik (IAG)
Göttingen, Germany
Sími: +49 551 39 50 -39
Tölvupóstur: nicklas@astro.physik.uni-goettingen.de
Joop Schaye
Leiden Observatory (NOVA)
Leiden, The Netherlands
Farsími: +31 (71) 527 8443
Tölvupóstur: schaye@strw.leidenuniv.nl
Lutz Wisotzki
Leibniz-Institut für Astrophysik Potsdam (AIP)
Potsdam, Germany
Sími: +49 331 7499 532
Tölvupóstur: lwisotzki@aip.de
Um fréttatilkynninguna
Fréttatilkynning nr.: | eso1407is |
Nafn: | First Light, MUSE |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory : Instrument |
Facility: | Very Large Telescope |